Gildi Fasteignasala á Íslandi

Fasteignasala á íslandi

Gildi Fasteignasala á ÍslandiUndanfarin ár hefur verið uppgangur í sölu fasteigna á Íslandi, til að mynda voru 16 % aukning milli áranna 2013-2014 í veltu á þinglýstum kaupsamningum með fasteignir á höfuðborgarsvæðinu. Árið 2015 var um 17 % aukning á þinglýstum kaupsamningum frá árinu á undan. Þá hefur meðalupphæð kaupsamninga einnig hækkað mikið og má nefna að á milli áranna 2012 og 2014 var munurinn um 13 %. Til gamans má nefna að undanfarin 13 ár hafa um 6000 eignir verið seldar ár hvert. Verð fasteigna hefur verið að hækka umtalsvert, til að mynda hefur verð á fjölbýli hækkað um 8,7 % síðasta árið og sérbýli um 1,8 % samkvæmt Hagsjá Landsbankans. Þar sem verðbólga hefur verið lág síðustu misseri gefur raunverð á fasteignum hækkað töluvert. Allt bendir til þess að fasteignaverð haldi áfram að hækka næstu árin á Íslandi, Hagfræðideild spáir því að næstu tvö árin verði um 8 % árleg hækkun fasteignaverðs.

Þegar kaupa á fasteign – Gott að hafa í huga

Kaup á eigin fasteign er ein stærsta ákvörðun lífs þíns. Þú ert ekki aðeins að taka ákvörðun um hvar þú ætlar að festa rætur heldur ertu einnig að taka ákvörðun um hversu mikið þú kemur til með að hafa á milli handanna um hver mánaðarmót. Þegar kaupa á fasteign er því ákvaflega mikilvægt að undirbúa sig vel enda er það oft svo að kaupendur eru að eyða öllu sínu sparifé og skuldbinda sig fjárhagslega tugi ára fram í tímann. Taktu þér góðan tíma, skipuleggðu þig vel og íhugaðu vel hverskonar eign hentar þér. Íhugaðu m.a. aukakostnaðinn sem fylgir fasteigninni til að mynda hússjóður í fjölbýli, árlegt viðhald á einbýli svo eitthvað sé nefnt. Viðgerðir og viðhald verða á þína ábyrgð eftir að þú kaupir fasteignina svo gott er að hugsa svoleiðis hluti vel fram í tímann.

En hvernig er best að undirbúa sig eftir að búið er að ákveða hverfi og gerð fasteignar? Til að byrja með er gott að hafa í huga eftirfarandi þætt: Verð fasteignar, ástand fasteignar, kauptilboð, útgjöld og lán. Í fyrsta lagi eru það stærðin, staðsetningin, endursölumöguleikar og ástand fasteignar sem að skipta miklu máli. Þetta eru þættir sem þarf að skoða vel þegar kemur að því að ákveða hvort að fasteign sé hátt eða lágt verðlögð. Þú vilt fá rétta fasteign á sem bestu verði og allir vilja auðvitað gera einstaklega góð kaup.

Til þess að vera viss um að þú sért að fara að gera gott tilboð er til dæmis  hægt að taka saman upplýsingar um fasteignir eða íbúðir í sama hverfi. Til að mynda ef verið er að leita eftir 3ja herbergja íbúð í vestur Kópavogi er sniðugt að taka saman upplýsingar um allar 3ja herbergja íbúðir í vestur Kópavogi, sem eru þá allar svipaðar að stærð, og finna hvert fermetra verð á þeim íbúðum er að meðaltali. Þannig færðu út hvað er gott verð á þessu tiltekna svæði á þessari tilteknu gerð af íbúðum. En auðvitað er það svo að gæði og verð fasteigna fylgja gjarnan hvort öðru.

Gildi Fasteignasala á ÍslandiÞegar verið er að skoða fasteingir er mikilvægt að skoða vel ástans fasteignarinnar enda er ástand fasteignar æði misjafnt og oft er ekki alveg allt sem sýnist. Öruggast er að fá með sér fagmann í húsbyggingum til þess að aðstoða þig við mat á fasteign áður en tilboð er gert. Við erum ekki öll sérfræðingar í ástandi lagna svo það er engin skömm að fá aðstoð. Það sem þarf að hafa í huga hvað varðar ástandið er til að mynda aldur og ástand raflagna, ofnalagna, neysluvatnslagna og skólplagna. Gott er að spyrja eigendur um hvernig vilhaldi á húsnæðinu hefur verið og mikilvægt er að skoða ytra byrgði fasteignarinnar vel, svo sem þak, glugga, gler, klæðningur og einangrun í útveggjum og þaki.

Ef að rétta fasteignin er fundin og þú hefur fengið fagmann til að staðfesta að allt sé eins og það á að vera þá er kominn tími til að gera kauptilboð. Vertu búinn að ákveða hámarksverð áður en þú gerir fyrsta kauptilboðið. Ef að samningsferlið fer svo að seljandi er ekki tilbúinn að láta eignina fyrir hámarksverðið sem þú varst tilbúinn að borga er ekkert annað að gera en að halda leitinni að réttu fasteigninni áfram. Ekki borga meira en þú ræður við og ekki borga of hátt verð fyrir eign, það eru margar í fasteingir í boði svo þú þarft ekki að taka hverju sem er.

Mikilvægt er að löggildur fasteignasali annist alla milligöngu á kaupum, sölu og jafnvel skipti á fasteignum. Það er hlutverk fasteignasalans að annast alla ráðgjöf varðandi ferlið og það er hann sem að leiðir saman kaupandann og seljandann og honum ber að gæta að hagsmunum beggja. Áður en ferlið fer fram er mikilvægt að fasteignasalinn sé búinn að greina frá öllum útlögðum kostnaði og þið séuð búin að semja fyrirfram um þóknanir gagnvart kaupanda áður en kaupin eða salan fer fram.

Það er síðan á ábyrgð fasteignasalan að allar upplýsingar varðandi eignina séu réttar. Einnig er það skylda fasteignasalans að annast alla skjalagerð varðandi söluna. Það er síðan hann sem að sér um að gera drög að kaupsamningi og síðar afsali jafnframt því að sjá um að leiðbeina kaupanda um gerð tilboðs í fasteignina. Það er óheimilt að fasteignasalinn feli öðrum að vinna þau störf sem löggildingin tekur til nema um sé að ræða annan fasteignasala sem hefur ábyrgðartryggingu.

Einnig er gott að hafa í huga kostnaðinn sem að fylgir fasteignakaupum. Við undirritun kaupsamnings greiðir kaupandi eftirfarandi gjöld: a) stimpilgjald af kaupsamningi, b) þinglýsingarkostnað og c) þjónstu og umsýslugjald.

Við kaup á fyrstu fasteign er margt sem þarf að hafa í huga. Vonandi hefur þessi samantekt hjálpað og gangi þér vel.